11.09.2010 23:12

Réttað í rjómablíðu

Túngnaréttir
Það var réttað í Tungunum í dag og fjölmenntu bæði fé og fólk, en það eru ekki bara bændur og heimafólk sem sækir réttirnar, heldur ekki síður ferðamenn víða að. Eins og sjá má kemur fé vænt af fjalli eftir sumarbeitina. En það var líka sumar og sól í réttunum og 15 stiga hiti, sem varð til þess að menn urðu að láta af þeim þjóðlega sið að mæta í réttir í íslenskum lopapeysum.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28