27.08.2010 15:27

Brim í næstu viku

SurfforecastBúast má við allnokru brimi í næstu viku. Það byrjar að brima á þriðjudag og verður svo vaxandi fram í vikuna, einkum miðvikudag og fimmtudag. Þá er gert ráð fyrir djúpri lægð suður af Hvarfi sem kemur til með að valda fyrsta haustbriminu. Gera má ráð fyrir 2.5m öldum við brimgarðinn síðdegis á miðvikudag.
Í morgun var ládauður sjór og "sjóreykur". Sjóreykur myndast þegar köld Ölfusáin blandast hlýjum sjónum út og austur með Ölfusárósum. Svalt var í morgunsárið og frost mældist á Þingvöllum.

Flettingar í dag: 5056
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448557
Samtals gestir: 46251
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:39:08