22.08.2010 12:59
Norðvestan Kaldi
Það hefur verið haustlegt í lofti síðasta sólarhringinn með NV kalda, eða 5 gömul vindstig og öðru hvoru hefur rokið upp í stinningskalda. Eins stafs hitatölur sjást nú um allt land um miðjan daginn og sumarið virðist vera að renna sitt skeið. Það var kaldranalegt fyrir norðan í dag eins og sjá má hér. Beufort skali Vindlýsing Hraði m/s Vindstig Logn 0,2 0 Andvari 0,3 - 1,5 1 Kul 1,6 - 3,3 2 Gola 3,4 - 5,4 3 Stinningsgola 5,5 - 7,9 4 Kaldi 8,0 - 10,7 5 Stinningskaldi 10,8 - 13,8 6 Allhvasst 13,9 - 17,1 7 Hvassviðri 17,2 - 20,7 8 Stormur 20,8 - 24,4 9 Rok 24,5 - 28,4 10 Ofsaveður 28,5 - 32,6 11 Fárviðri 32,7 - 36,9 12
Árið 1805 útbjó Francis Beaufort vindgreinitöflu um veðurhæð á sjó. Hann var þá kortagerðamaður breska flotans. Vindstiga taflan var fljótlega tekinn í notkun um allann heim: