11.08.2010 08:52

Útkall á nýja björgunarbátnum

Björgunarsveitirnar í Þorlákshöfn og Eyrarbakka voru kallaðar út á fjórða tímanum síðastliðinn laugardag þegar leki kom að Stormi-Breka suður af Herdísarvík, en myndir af björgunaraðgerðum má sjá á Sunnlenska.is. Björgunarsveitarmenn af Bakkanum héldu af stað á nýja "Hjálparanum" Atlantic 75 björgunarbát sem er einn af þeim sex björgunarbátum sem nýverið voru keyptir til landsins og er þetta fyrsta útkallið á hann. "Hjálparinn" frá Björgu fylgdi Stormi-Breka til hafnar ásamt lóðsbátnum Ölveri frá Þorlákshöfn. Um verslunarmannahelgina starfaði sveitin við gæslu um borð í Herjólfi og umferðarstjórn í nýju Landeyjarhöfn.

Flettingar í dag: 1464
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509883
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 11:57:53