05.08.2010 22:17

Brúsapallurinn kominn aftur

Lýður málar fjósþakið í sólinni sem alltaf skín á Bakkanum.
Þorpið er óðar að taka á sig mynd löngu liðins tíma. Nú eru komnir brúsapallar á hvert götuhorn og mjaltakonurnar geta farið að gera sig klára. Hver man ekki eftir Bjössa á mjólkurbílnum eða hvað þeir hétu bílstjórarrnir úr Flóanum sem komu og sóttu mjólkina og litu dömurnar hýru auga í leiðinni. Það vantar eginlega ekkert nema beljurnar hans Villa í Tröð, hana Stjörnu og Flugu eða hvaða nöfn þær báru nú allar saman. Kanski var frægasta beljan á Bakkanum kýrinn hennar Tótu Gests, Allavega nú í seinni tíð en hér má sjá grein um þá merkilegu kú sem hét "Gulrót". Svo er hér grein um Tótu og búskap hennar. En óneitanlega minna brúsapallarnir okkur á þá tíð, þegar lífið á Bakkanum var blanda af búskap, verslun og sjósókn.

Hér er svo  brúsapallsvísa Guðmundar í Hraungerði.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28