03.08.2010 20:45
Brimstöðin- Tíðin í Júlí
Þrisvar fór hitinn yfir 20° múrinn á Bakkanum í júlí mánuði, þann 16. mædist mest 20,9°C. þann 17. mældist 21.2°C og þann 18. mældist 22,5°C en nokkrum sinnum náði hitinn rétt um 20 stiginn. Kaldast var 5,2° að næturlagi, en yfir höfuð voru nætur oft hlýjar. Einungis tvisvar fór vindhraði yfir 10 m/s en annars var mánuðurinn mjög hægviðrasamur með léttum fánabyr eða hafgolu. Úrkoma var helst í fyrrihluta mánaðarins, um miðjan mánuð og undir lokinn. Mesta 24 tíma úrkoma var 21.0 mm þann 11. júlí en þá um nóttina ringdi 7,5 mm á einum klukkutíma. Heildarúrkoma mánaðarins var 66,6 mm. ( *Allar tölur eru frá hinni óopinberu veðurstöð Brimsins og skal því taka með þeim fyrirvara).