06.05.2010 21:02

Það er komið sumar


Það hlýnar með hverjum deginum og hver dagur toppar þann næsta eins og sést á þessu línuriti sem spannar síðustu 7 daga. Grasið grænkar og brum trjánna springur út. Sumarið gæti orðið gott, nema ef svo fer að móðuharðindi bresti á. Fingerð aska í háloftunum getur temprað sólarljós nái hún ákveðnum þéttleika og útbreiðslu. Nú fer senn að hægjast um vinda á norðurhveli og ösku móða berst því hægar yfir og þéttist þar sem hún ferðast um loftin blá. En vonandi fáum við hlé á þessu yfir blá sumarið.

Flettingar í dag: 460
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1475
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 578928
Samtals gestir: 52791
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 02:45:48