30.04.2010 23:43

Veðráttan í apríl

Öskustrókur jökuleldsinsÁ gosdaginn í Eyjafjallajökli  14.april var vindur af suðvestan en fljótlega lagðist í norðlægar áttir sem var mikil heppni gagnvart hinu  ógnvæglega öskufalli þegar mest gekk á. Aðeins í örfáa daga hefur vindátt verið óhagstæð gagnvart öskufalli, en það var helst 24. þegar töluvert mistur lagðist yfir og eitthvað öskufall mældist. Annars hefur öskufall verið óverulegt. Bjartviðri var helst um miðjan mánuðinn en annars mest skýjað.

Hægur stígandi í hita
Mestur hiti var 10.3°C þann 8.apríl, en kaldast -10°C þann 4.apríl

Mesti vindur var NV15 m/s þann 6.apríl og mesta hviða NV 18.7 sama dag.

Mesta 24 tíma úrkoma var 9.3 mm þann 29. en heildarúrkoma í mánuðinum er 50.4 mm.

Lægst fór loftþrýstingur í 979.2 hpa þann 6.april.

Mesta vindkæling var þann 1.apríl og jafnaðist á við -20.2°frost.

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07