25.04.2010 20:41

Fuglaskoðunarskýli vígt

Fuglaskoðunarskýli FuglaverndarÍ dag 25. apríl, á degi umhverfisins, var Fuglavernd með hátíðlega uppákomu ásamt sveitarfélaginu Árborg í fuglafriðlandinu í Flóa. Undirritaður nýr samningur sveitarfélagsins við Fuglaverndarfélag Íslands um umsjón og uppbyggingu í fuglafriðlandinu og fuglaskoðunarskýli Fuglaverndar var formlega tekið í notkun. Fuglavernd var síðan með leiðsögn og upplýsingar á staðnum. Í tilefni dagsins veitti umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar umhverfisverðlaun fyrir árið 2010 og var það Mjólkurbú Flóamanna sem hlaut þau að þessu sinni.

Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10