25.04.2010 20:41

Fuglaskoðunarskýli vígt

Fuglaskoðunarskýli FuglaverndarÍ dag 25. apríl, á degi umhverfisins, var Fuglavernd með hátíðlega uppákomu ásamt sveitarfélaginu Árborg í fuglafriðlandinu í Flóa. Undirritaður nýr samningur sveitarfélagsins við Fuglaverndarfélag Íslands um umsjón og uppbyggingu í fuglafriðlandinu og fuglaskoðunarskýli Fuglaverndar var formlega tekið í notkun. Fuglavernd var síðan með leiðsögn og upplýsingar á staðnum. Í tilefni dagsins veitti umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar umhverfisverðlaun fyrir árið 2010 og var það Mjólkurbú Flóamanna sem hlaut þau að þessu sinni.

Flettingar í dag: 460
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1475
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 578928
Samtals gestir: 52791
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 02:45:48