21.04.2010 13:45

Síðasti vetrardagur.

Veðurstofan segir miklar líkur  á að sumar og vetur frjósi saman í nótt um allt land. Samkvæmt gamalli þjóðtrú veit á gott sumar ef sumar og vetur frýs saman aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þannig þarf  hiti að fara niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta til að þetta sé gilt, 0°C duga ekki til. Það var jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns.

Flettingar í dag: 4353
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447855
Samtals gestir: 46240
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:12:57