14.04.2010 11:02

Skyggni næstu daga

EyjafjallajökullEkki er líklegt að vel sjáist til nýja gossins í Eyjafjallajökli fyrr en á laugardag, en þá mun rofa verulega til á sunnanverðu landinu samkvæmt  skýjaspám. Um hádegi á laugardag eru góðar líkur til að heiðskýrt verði yfir jöklinum. Þá verður komin Norðan eða NV átt með fremur svölu veðri. Mögulegt er að eitthvað sjáist til gossveppsins af suðurlandsundirlendinu á næstu klukkustundum, en fljótlega fer útsýni versnandi á þessum slóðum þar sem skúraleiðingar munu fara vaxandi á svæðinu næstu sólahringa.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28