13.04.2010 21:23

Stokkseyrarmáfurinn kominn


Nú andar suðrið sæla og hettumáfurinn er kominn enn á ný. Fyrsta hettunáfshreiðrið hérlendis  fannst í tjarnarhólma nálægt Stokkseyri um 1910. Tegundin var þá mjög algeng í danmörku og ekki er ósennilegt að náttúrukönnuðurinn og verslunarmaðurinn P.Nielsen í húsinu hafi uppgötvað landnemann, en allavega var fuglinn kallaður "Stokkseyrarmáfur" fyrst um sinn. Árið 1930 var hettumáfurinn búin að nema land norður í Mývatnssveit. Á haustin tekur fuglinn ofan hettuna.


Vísir 1913/ Suðurland 1913

Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28