12.04.2010 23:20
Um Helský
Mestu eldgos á jörðinn eru sprengigos sem framleiða gjóskuflóð eða helský. Fundist hafa forn gjóskuflóð í Þórsmörk úr Tindfjöllum o.fl. stöðum sem benda til gosa af þessari gerð. Helský valda gjöreyðingu þar sem þau flæða yfir en yfirleitt eru íslensk þeytigos of kraftlítil til að fara í þennan ham. Helský getur orðið til ef gjóska streymir með svo miklum hraða í stróknum sem stendur upp úr gígnum að hún nær ekki að blandast andrúmslofti, og fær því ekki lyftingu við að hita loftið, heldur þeytist skammt upp eins og í gosbrunni og fellur síðan til jarðar umhverfis gíginn eins og glóðandi snjóflóð.
Þegar gjóskuflóð renna yfir land rýkur úr þeim fín aska, gas og heitt loft og rís því mikill mökkur upp frá yfirborði flóðsins. Það er þó einungis fínasta askan sem losnar úr flóðinu og myndar stóran gjóskustrók upp í 20 til 50 km hæð, strók sem á rætur sínar í flóðinu en ekki yfir gígnum.
Ekki ljóst hvaða þættir stjórna krafti þeytigosa en margt bendir til að þar ráði stærð kvikuþróar mestu, því sterk fylgni er milli heildargosmagns og streymishraða í sprengigosum.
Helstu dæmin um helský eru þegar Mount St Helens sprakk 1980 og Mount Pelee á Martinique eyju sem gaus árið 1902 og varð 28.000 manns að aldurtila á einu auga bragði, og einnig gosið í Pinatubo á Filippseyjum 1991 sem var næstmesta gos á 20. öldinni. Mesta gos á síðustu öld var sprengigosið í Movarupta í Alaska 1912 og heyrðist sprengidrunan í 750 km fjarlægð. Öskuflóðið lagði allt í rúst í 30 km. fjarlægð. Samskonar gos varð í eldfjallinu Tambora á eyjunni Jövu 1815. Þessi eldfjöll eiga það allt sameginlegt að vera ævagömul og með afarstóra kvikuþró.
Heim.:Haraldur Sigursson, Náttúrufr.63, 1993/ publicbookshelf.com/ geology.com > Geology Articles