07.04.2010 23:44
Skrímslið úr storminum
Setbergsannáll getur þess að árið 1540 hafi komið stórflóð þá um haustið. "Tók þá víða hjalla og hús syðra, sem lágt stóðu."
Björn fræðimaður á Skarðsá fitar svo í annál sinn 1594: "í þessum sama stormi var brimgangur ógurlegur. Sást þá á Eyrarbakka, á Háeyri og Skúmstöðum, skrímsli. Það var ferfætt og hábeinótt, selhært, hafði annað hvort svo sem hundshöfuð eða hérahöfuð, en eyrun voru svo stór sem íleppar. Lágu þau á hrygginn aftur; bolurinn var svo sem folaldskroppur og nokkuð styttri, hvít gjörð var yfir það hjá bógum, en var grátt eða svo sem móálótt aftur frá; rófan var löng og stór, kleppur svo sem ljónshala á endanum, frátt sem hundur, sást á kveldin.