03.04.2010 00:23

Gullregn

Horft í eldinn

Glóðagullið úr Fimmvörðuhálsi seiðir til sín áhorfendur víða að. Hér er fólk saman komið við Mögugil undir Þórólfsfelli í Fljótshlíð, en þaðan sést vel til gosstöðvana. Þangað er hægt að komast á jeppling, en yfir einn lítinn ársvelg þarf að fara til að komast inn á aurarnar. Best er á að horfa í ljósaskiptunum.


Gufar úr gosi
Þessi mynd er tekin við Fljótsdal. Þangað er nokkuð greiðfært litlum bílum, en minna sést til eldstöðvana þaðan í björtu. Stöðugur straumur ferðamanna inn í Fljótshlíð og á gosstöðvarnar hefur gert Rángvellingum kleift að blása kreppuna af.
Súmmað á gosið

Brunnin jörð og bráðið hraun,

bjart er fjallablóðið.

Eld er mörgum gangan raun,

er upp vill mannaflóðið.

Þessi mynd er ekki í fullum gæðum en hún er tekin með aðdrætti úr Fljótshlíð. Gott er að hafa góðan sjónauka meðferðis hafi menn hug á að fara þar inneftir. Ekkert útvarpssamband næst þar innfrá svo vissara er að skoða veðurspá og tilkynningar áður en lagt er af stað.

Þá má benda á flottar gosmyndir á vefnum: http://chris.is/ 

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06