02.04.2010 01:30

Fimmvörðuháls

Mynd: Steinþór GíslasonUm Fimmvörðuháls liggur hin forna smalaleið milli Eyjafjalla og Merkurbæjanna. Fráfærufé var smalað um hálsinn og inn í Goðaland og Þórsmörk til vetrarbeitar, en þessa leið var síðast smalað 1917. Um leiðina voru á sínum tíma reistar 5 vörður sem hálsinn dregur nafn sitt af. Einhventíman fóru vörður þessar undir jökul, en skutu síðan upp kollinum þegar jökullin hopaði milli 1930-1940. Undir hálsinum liggur sennilega gömul gosrás sem nú hefur rutt sig eins og alþjóð veit. Skáli "Fjallamanna" var byggður á Fimmvörðuhálsi um 1940, en þar þótti gott til skíðaiðkunar. Fimmvörðuháls er þó talinn hið mesta veðravíti ef svo ber undir. Hin síðari ár hefur leiðin frá Skógum yfir Fimmvörðuháls til Þórsmerkur verið vinsæl gönguleið meðal útivistarfólks.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00