02.02.2010 23:04

Þegar Bakkinn hvarf í snjóinn.

Ófærð 1966 [Morgunblaðið]Þann 28. janúar til 2. febrúar 1966 gerði norðan hvassviðri með svarta skafrenningi sem á einni viku færði þorpið á bóla kaf í snjó, en allur snjór frá rótum Ingólfsfjalls sópaððist til strandar og gerði þorpið kolófært. Þá hafði ekki komið annar eins snjór í 30 ár á Bakkann. Mjólkurbíllin komst ekki frá Selfossi fyrr en eftir fjóra daga og þó ekki lengra en að Litla-Hrauni og sat þar fastur í skafli og þangað urðu þorpsbúar að klöngrast eftir mjólkinni.  Sum hús voru með útihurðir sem opnuðust út og lokuðust því inni í húsum sínum og þurfti að grafa fólk út. En það var fleira en mannfólkið sem lenti í hrakningum þessa daga. Á Bakkanum var þá nokkuð stór stofn af frjálsum dúfum sem bæði misstu aðgang að vatni og æti í fannferginu og þegar kuldinn og húngrið sveif að báðust margar þeirra hjálpar þorpsbúa með því að húka við útidyr. Margir hleyptu dúfunum inn til sín þar sem þær nutu góðs yfirlætis þorpsbúa næstu tvær vikur á meðan hretið gekk yfir. Þetta uppátæki Bakkadúfnanna vakti óskipta athygli yngri kynslóðarinnar og tíðar urðu heimsóknir þeirra á dúfnaheimilin. Æ síðan þótti mögum vænt um frjálsa dúfnastofninn og þótti það miður og afar sorglegt þegar honum var útrýmt um og eftir 1985.
Veðurklúbbur

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 273302
Samtals gestir: 35396
Tölur uppfærðar: 9.12.2024 14:13:24