25.01.2010 23:50

Meira met

Hitastigið náði nýjum hæðum í dag með nýju dagsmeti 8.9 °C og skákaði 7,7° frá 1965. En það sem er merkilegra er að hámark mánaðarins 8,5° frá 12.janúar 1985 var sömuleiðis velt um koll. Víða var þó hlýrra í dag t.d. tæp 14 stig á Akureyri og líklega ekki spurning hvernig farið hefur fyrir skíðasnjónum. Annars gerði góða úrkomu síðasta sólarhring, eða 22 mm en engin met slegin á þeim vígstöðum. Liðna nótt var hvasst og jaðraði við storm á köflum. Á Bakkanum er blússandi brim þessa daganna.

Flettingar í dag: 620
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2168
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 581256
Samtals gestir: 52863
Tölur uppfærðar: 31.8.2025 05:23:56