10.11.2009 21:39
Fangavaktin
Fangavaktin á Litla Hrauni hófst 1929 í þessu húsi sem upphaflega var byggt fyrir sjúkrahús árið 1920-1928 í kreppunni miklu. Mikil bjartsýni var bundinn þessari framkvæmd og vantaði aðeins herslu muninn í fjármögnun fyrirtækisins í þá veru að standsetja sjúkrahúsið. En brátt urðu vonir manna að engu og var húsinu breytt í fangelsi. Upp frá því hefur þetta hús margan og misjafnan sauðinn hýst. Fyrstu árin gistu þar reyndar sauðaþjófar og bruggarar.
Fangelsið hefur fengið ýmis uppnefni í gegnum tíðina, svo sem Fæla, Letigarðurinn, Eymdin og Hælið. En almennt kallað Vinnuhælið eða Hraunið nú í seinni tíð.
Nú er enn einu sinni skollin á kreppa og afbrotamönnum fjölgar ört samhliða því að afplánun hefur tilhnegingu til að lengjast. Ýmis bjarsýnismál eru boðuð á höfðuðborgarsvæðinu og víðar, svo sem Samgöngumiðstöð, Hátæknisjúkrahús, óperuhöll og álver. Hér mættu ráðamenn berja augum þörfina svo ekki fari fyrir hátæknisjúkrahúsinu og óperuhöllinni eins og hinu sunnlenska sjúkrahúsi árið 1928
Gústi greiskinn