21.10.2009 23:56
Saga BES er löng
Þegar Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri var settur í fyrsta
sinn fyrir 150 árum var Ísland fátækasta land í Evrópu sagði forseti Íslands eitt sinn þegar hann heimsótti börnin í BES. Nú eru árin að verða 157 síðan fyrsta skólahúsið var reist, en saga BES er þannig í hnotskurn:
1850 Undirbúningsfundur á Stokkseyri.
1851 Fjölmennur framhaldsfundur.
1852 Skólahús reist á Eyrarbakka; timburhús með íbúð fyrir kennara á lofti. Hús fyrir skólahald leigt á Stokkseyri.
1852 Hinn 25. október er skólinn settur í fyrsta sinn.
1868 Kennsla felld niður vegna örbirgðar fólks.
1874 Makaskipti á húsum. Skólinn fer í svonefnt Kræsishús til 1880.
1875 Skólinn fær 200 kr. styrk úr landsjóði.
1878 Sjálfstæður skóli settur á Stokkseyri.
1880 Stærra skólahús reist á grunni Kræsishúss á Eyrarbakka.
1885 Skólahús byggt á Stokkseyri; "Götuskóli".
1887 Sveitarstjórn tekur að sér umráð yfir fjármálum skólans.
1907 Fræðslulög sett; skólaskylda frá 10 ára aldri.
1909 Skólaskyldan á E. og S. leiðir af sér fjölgun nemenda.
1909: Skólahús byggt í túni Eystri-Móhúsa á Stokkseyri.
1913 Byggt skólahús á Eyrarbakka sem stendur enn.
1926 Handavinna verður fastur liður í kennslu. Áður höfðu konur kennt hana kauplaust.
1936 Ný fræðslulög; skólaskylda frá 7 ára aldri.
1943 Unglingaskóli Stokkseyrar starfar til 1949. Hann er einkaskóli.
Starfaði einnig 1933-1935.
1950 Kennsla hafin í nýju skólahúsi á Stokkseyri. Er enn í notkun.
1951 Skólarnir eignast kvikmyndavélar á árinu 1951 til 1960.
1965 Skólinn á Stokkseyri eignast nýja Husqvarna-saumavél og átta
notaða hefilbekki. Síðar voru gefnar fleiri vélar af Kvenfélagi og Foreldrafélagi, sem stofnað var 1975.
1973 Vestmannaeyingar flytja á svæðið vegna gossins í Heimaey.
Nemendum fjölgar.
1973 Byrjað að kenna 6 ára börnum og leyfi fengið fyrir kennslu 9. bekkjar.
1980 Skólarnir eignast ljósrita, og fljótlega myndvarpa.
1982 Byggt við skólahúsið á Eyrarbakka.
1989 Tvær tölvur keyptar til skólans á Stokkeyri.
1990 Skólaskylda 6 ára barna. Skólaskyldan verður 10 ár.
1993 Einsetning skóla á Stokkseyri.
1994 Tölvuútskrift einkunna.
1994 Íþróttahús Stokkseyrar og Eyrarbakka vígt.
1996 Skólarnir sameinaðir undir nafninu Barnaskólinn á Eyrarbakka
og Stokkseyri.
1998 Sameining sveitarfélaga í Árborg.
1999 Skólinn verður þróunarskóli í upplýsingatækni.
Heimild: Theodór Guðjónsson, skólastjóri á
Stokkseyri 1971-1997 Morgunblaðið 2002.
2008-2009 Nýr barnaskóli byggður á Stokkseyri, en ákveðið hafði verið árið 2006 að byggja upp húnsæði fyrir skólahald á báðum stöðum með aðstöðu fyrir 6. til 10. bekk á Eyrarbakka (1. áfangi) og aðstöðu fyrir 1. til 5. bekk á Stokkseyri (2. áfangi). Áætlað er að bjóða 1. áfanga verksins út í lok árs 2006 og 2. áfanga í lok árs 2008. Þessum áföngum var síðar snúið við og byrjað á Stokkseyri eftir töluverða seinkun á áætluninni þó það skipti ekki höfuð máli.
Hugmyndum um eina skólabyggingu á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar var á sínum tíma ýtt út af borðinu af einhverjum undarlegum ástæðum, en hefði augljóslega komið sér betur nú, því trúlega verður að byggja skólann hér fyrir samskotafé ef marka má áherslur sveitarfélagsins Árborgar í uppbyggingarmálum.