08.10.2009 22:12

Stormur í aðsígi

Veðurkort Google
Blési vindur ákaft af hafi, var það til forna kallað Stormur, en táknaði síðan vindhraða frá 8-9 vindstig nú vindhraða yfir 20 m/s. Einhverntíman töldu menn að titrandi stjörnur boðuðu storm, Nú tala menn um að það sé stormur í kortunum og svo er nú loftvogin eða barometerinn tekinn að falla, en á hana treystu skipstjórar fyrri tíma til að vara við stormi.
Föstudagsspá um hádegi
Samkvæmt þessu ætti ekki að verða neitt aftakaveður hjá okkur á morgun, en öllu verra á höfuðborgarsvæðinu og á fjallinu. Ráðlegast að halda sig innan græna svæðisins.

Á þessum degi: 1966. Borað eftir köldu vatni í Kaldaðarnesi. 1996 Stórbrim

Flettingar í dag: 1006
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509425
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 09:08:32