07.10.2009 19:24

Þeim leyst ekki á blikuna

Blika er hvít, mjólkurlituð slæða, oft svo þunn, að erfitt er að greina hana og oftast samfelld háskýjabreiða, sem dregur upp á himininn, þar til hún þekur allt loftið. Stundum dregur þetta jafna þykkni upp frá SV eða V  en ef það er dökkt kallast það bakki. Blikan myndast aðallega við hitahvörf á mótum mislægra og mishlýrra loftstrauma og boðar gjarnan úrkomu. Ef blikan er dökkleit eða grá, sem eyðist að ofan, svo að háloftið er bjart, kallast hún "Vindblika" og boðar hvassviðri. Löngu fyrir tíma gerfihnatta og veðurtækja spáðu menn í blikuna sem heitir reyndar Lægð í veðurfræðinni. Nú til dags sjá veðurfræðingar með öllum sínum tækjum og tólum hvað verða vill með nokkra daga fyrirvara og nú verð ég að segja um þeirra síðust spá að mér líst heldur illa á blikuna.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00