05.10.2009 23:11
Fyrsti snjórinn fellur
Fyrstu snjókornin féllu á Bakkan í kvöld og er nú komin þó nokkur föl eins og myndin ber með sér. Fyrstu snjóar á bakkanum eru oftlega í oktobermánuði. Árið 2007 kom fyrsti snjór vetrarins 28.oktober en í fyrra 2.oktober. Árið 2006 féll fyrsti snjórinn hinsvegar ekki fyrr en 8.nóvember. Fysti snjór er venjulega fljótur að hverfa við ströndina. þessi snjór gæti verið að mestu horfinn annað kvöld, en svo kemur meira.