05.10.2009 11:09

Stjörnuhrap

Mynd.RUVLögreglumenn á leið um Eyrarbakkaveg náðu mynd af loftsteini sem féll til jarðar einhverstaðar í Ölfusi liðna nótt. Nánar er sagt frá þessu á RUV

Á Wikipedia segir að loftsteinar séu efnisagnir utan úr geimnum sem dragst inn í gufuhvolfið vegna aðdráttarafls jarðar. Þegar þeir falla í átt til jarðar á leið sinnni gegnum gufuhvolfið, verða þeir glóandi af hitanum sem myndast vegna loftmótstöðunnar sem þeir verða fyrir.

Flestir loftsteinar eru taldir mjög litlir, aðeins nokkur grömm. Þar af leiðandi brenna flestir þeirra upp í andrúmsloftinu á leið sinni til jarðar. Einstaka sinnum er loftsteinn það stór að hluti af honum kemst klakklaust gegnum allt gufuhvolfið og fellur á jörðina. Nokkrir slíkir hafa fundist og eru varðveittir á söfnum eða jafnvel þar sem þeir lentu.

Það er gömul trú að þeir sem verða vitni að stjörnuhrapi fái eina ósk uppfyllta, en ekki fylgir sögunni hvers lögreglumennirnir óskuðu sér á næturrúntinum.

Sjá einnig: http://stjornuskodun.blog.is/blog/stjornuskodun/entry/959841/

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06