04.10.2009 22:16

Hiti í 8 tíma

-6,9Hitatölurnar fara stig lækkandi þessa daganna og var hitastigið fyrir ofan frostmark í aðeins 8 tíma yfir hádaginn og komst mest í tæpar 5°C. Liðna nótt fór frost hinsvegar í tæpar -7°C. Það má því með sanni segja að nú sé kominn vetur, enda má búast við að öll úrkoma sem fellur eftir sólsetur næstu daga verði í hvítu formi og allt eins líklegt að fyrstu snjókornin falli á Bakkan aðra nótt. Það væri svo eftir öðru ef komandi vetur yrði jafn þungur í skauti og efnahagur þessa lands ætlar að verða.

Í dag er tunglið fullt.

Flettingar í dag: 8759
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 646
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 564071
Samtals gestir: 52253
Tölur uppfærðar: 21.8.2025 23:38:33