17.08.2009 09:31

Mikið um dýrðir á Aldamótahátíð

Fjöldi fólks spókaði sig um á Bakkanum í blíðunni
Aldamótahátíð var haldin á Eyrarbakka um liðna helgi. Þar var m.a. boðið upp á íslenska kjötsúpu við Rauða Húsið, söfnin og galleríin voru opin og margt til gamans gert. Dagskráin var afar fjölbreytt og viðamikil.

Eigendur fornbíla rúntuðu um göturnar á drossíum sínum. Götumarkaðir voru víða í þorpinu og menningarviðburðir ýmiskonar á veitingastöðum svo sem dans og tónlist. Hestvagn og gamall T-Ford óku farþegum um þorpsgötunna. Í Gónhól var fjölsótt markaðstorg og fornbílasýning. Í Gallerí Regínu var boðið upp á rjúkandi pönnukökur og harmonikkutónlist

Gríðarlegur fjöldi gesta sótti hátíðina heim og talið er að milli fjögur og fimmþúsund manns hafi spókað sig í blíðunni á Bakkann um helgina.

Hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið við Slippinn með fjöldasöng undir stjórn Árna Johnsen. Langeldur var tendraður og flugeldasýning haldinn úti á skerjum í boði björgunarsveitarinnar.
Gamli og nýji tíminn mætast á þröngri þorpsgötunniTröllskessa sem dagaði uppi og varð að steini
margir merkilegir gripir voru til sýnis Víða var dansað og sungið
húsdýr settu svip sinn á þorpslífið langeldur brann glatt við slippinn
http://brim.123.is/album/default.aspx?aid=156414

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00