05.08.2009 21:32
Þurkatíð á enda
Hin dæmalausa þurkatíð sem verið hefur á Suðurlandi virðist nú vera að taka enda. Gróður allur sem verið hefur skraufa þurr fær nú einhverja vætu næstu daga. Trjávöxtur hefur verið í lámarki vegna þurka í sumar, en mannfólkið hér sunnanlands og þá einkum á Bakkanum orðið svar brúnt að lit og nær óþekkjanlegt. Getur vart talist um hvíta menn að ræða á þessum slóðum.
Enn eitt dægurmetið var slegið í dag þegar hitin komst upp í 19,4°C og velti úr sessi 17,2 stiga metinu frá 2003.
Á þessum degi:
1965 féllu kartöflugrös á Eyrarbakka