25.07.2009 10:57

Kartöflunum bjargað

-2°CÞað gerði næturfrost á Eyrarbakka í nótt. Um kl 3 hafði hitinn fallið niður fyrir frostmark og var lágmarkinu náð um kl.5 -2.2°C sem var næstmesta frost á láglendi í nótt, en á Fáskrúðsfirði var -2.3°C.

Ekki veit ég til að svona mikið frost hafi áður komið í júlí á Eyrarbakka. Gögn um lægsta hitastig á Eyrarbakka 25. júlí sem ég hef var 1.9°C árið 1967.

Minsti hiti í júlí  sem mælst hefur áður á Eyrarbakka var þann 15.júlí 1979 þegar lágmarkið var 1,4°C  og í öðru sæti yfir lágmarkshita í júlí var 8.júlí 1973 og 18. júlí 1983 þegar lágmarkið var 1,5°C.

Um miðnætti var dagljóst að næturfrost var í vændum og varð því að gera tilraun til að bjarga kartöflugarðinum hér á bæ frá áfalli. Brugðið var á það ráð að setja upp garðúðarann og láta hann vökva alla nóttina. Tókst sú aðgerð með ágætum og sá ekki á grösum þrátt fyrir  tveggja stiga frost um nokkurn tíma.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28