23.07.2009 14:21

Miðsumarhret

Nú þegar miðsumarhretið gengur yfir norðlendinga er tilvalið að rifja upp eitt versta miðsumarhret sem yfir landið gekk þennan dag 1966. Köldustu dagarnir voru 23. og 24. júlí það ár.


Eins og sjá má á kortunum hér til hliðar frá Veðurstofunni, þá eru þau nokkuð lík, annað frá hádegi í dag en fyrir neðan frá hádegi 23.júlí 1966 en þá var vindur heldur meiri en nú, en hitastigið með svipuðu móti. þá fuku hey víða og girðingar lögðust niður. þá skemdust kartöflugarðar á nokkrum stöðum. Nokkuð var um ungadauða norðan heiða og sumstaðar króknaði fé auk ýmis annars tjóns sem hretið olli. Hitinn var fyrir neðan frostmark á Hveravöllum þessa daga 1966 en komst lægst í rúma +1°C í morgun, hvað sem verður næstu nótt. Minnsti hiti í dag var á Gagnheiði -2°C


heimild: Veðráttan júlí 1966

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33