16.07.2009 08:57

Milt sumar

Fram til þessa hefur sumarið á Bakkanum verið með ágætum, fremur þurt og nokkuð sólríkt og hægviðrasamt, en engin hitamet sleginn. Í gær var mestur hiti um 18°C, en 20°C í dag. Mesti hiti sem mælst hefur á Eyrarbakka var 29.9°C  þann 30.júlí árið 1924. Á sjálfvirku stöðinni sem sett var upp 2005 mældist mesti hiti 28.4°C sama mánaðardag (30.júlí)  í fyrrasumar.

Á vef veðurstofunnar má nálgast hitametstölur alstaðar af landinu http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1615

Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10