17.06.2009 19:31

Fólkið frá Flóagaflshverfi- Þórðarkot

Norður af Gerðiskotsmóa  við hreppamörk Sandvíkur og Eyrarbakka er Þórðarkot. þar eru miklar rústir eftir fallin hús og eydda byggð.

Á Þórðarkoti bjó Eiríkur Árnason (f.1854 d.1943) en hann tók við búi föður síns Árna Eiríkssyni á Þórðarkoti. Kona Árna var Margrét Gísladóttir. Eiríkur stundaði búskap þar til 1935 er hann flutti niður á Bakka. Bróðir Eiríks var Ólafur (d.1935) faðir Sigurjóns myndhöggvara. Eiríkur þótti góður bóndi og komst því vel af þó jörðin væri smá. Kona hans var Helga Guðmundsdóttir. Synir þeirra voru Ásmundur bóndi á Háeyri og Guðmundur trésmiður á Eyrarbakka, en þau tóku einnig börn í fóstur eða réðu til vinnu.

Hin 3. apríl 1882 handsamaði bóndinn í Þórðarkoti lifandi sefhænu í einni heytóft sinni, en það var í fyrsta sinn sem Sefhæna fannst hér á landi.

 

Árin 1935 til 1937 stunda búskap í Þórðarkoti Valdimar Þorvarðsson frá Klasbarða V-Landeyjum (Síðar trésmiður í Kirkjuhúsi á Eyrarbakka) og kona hans Elín Jónsdóttir frá Laug í Biskupstungum. Þá Ólafur Gíslason frá Björk og Guðbjörg Pálsdóttir frá Halakoti í Biskupstungum til 1941 er þau fluttu þaðan og lagðist þá bærinn í eiði.


Heimildir: Morgunblaðið , 82. tölublað 1943 Tíminn , 58. tölublað1957 Eyrarbakki.is

Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12