02.06.2009 23:44

Vísitölufjölskyldan 1920-1930

EyrarbakkiÁrin 1920-30 átti hin venjulega fjölskylda á Eyrarbakka, Stokkseyri og Sandvíkurhreppi 2-3 kýr, nokkrar kindur og áburðarhesta. Frá febrúar og fram í miðjan maí reri heimilisfaðirinn á árabát til fiskjar frá þorpunum eða verstöðvunum Loftstöðum og Þorlákshöfn austan og verstan við þorpin. Á sumrin var amlað við egin heyskap, unnið við uppskipun eða farið í kaupavinnu upp um sveitir. Sum árin kom föst vinna, eins og þegar áveituframkvæmdirnar miklu stóðu yfir í Flóanum. Þegar vetur gekk að og frost komu var lítið um vinnu, en þá var smábúskapurinn sú líftrygging sem dugði. Þar fyrir utan sátu ýmsir embættismenn svæðisins á Eyrarbakka. Presturinn (sr. Gísli Skúlason) sat í Hraunshverfi, en á Eyrarbakka var héraðslæknirinn ( Gísli Pétursson), lyfsalinn og sýslumaðurinn (Magnús Gíslason). Aðrir ríkisstarfsmenn á Bakkanum voru sýsluskrifari, vegaverkstjóri, póstafgreiðslumaður, símaverkstjóri (Magnús Oddson) og verkstjóri hjá Sandgræðslu ríkisins. Á Bakkanum bjuggu einnig meginþorri iðnaðarmanna, en það voru 6 trésmiðir, bakari (Lars Andersen), steinsmiður, beykir, skósmiður, úrsmiður, gullsmiður, rokkadreiari og ullarragari. Þá eru hér 4 kaupmenn og einn sem skráir sig útgerðarmann og formann.

 

Svo geta menn spáð í það hvernig hin venjulega vísitölufjölskilda lítur út á Bakkanum í dag.

 

Heimild: Páll Lýðsson- ritið "Úr bretavinnu til betra lífs"-Athugun á lifsháttarbreytingu í vesturhluta Flóa 1930-1945

Flettingar í dag: 1591
Gestir í dag: 254
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261881
Samtals gestir: 33881
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:21:11