31.05.2009 22:14
Suðurlandsskjálftar fyrri tíma
Nú þegar jörðin skelfur undir Grindavík réttu ári frá Suðurlandsskjálftunum miklu, er tilvalið að rifja upp Sunnlenska skjálftasögu. Hér koma nokkur brot úr sögu landskjálfta á Suðurlandi:
1013. Landskjálftar miklir og létust 11 menn. 1164. Landskjálfti í Grímsnesi og létust 19 menn . 1182. Landskjálfti og dóu 11 menn . 1308. Landskjálfti mikill fyrir sunnan land og víða rifnaði jörð og féllu niður 18 bæir, en 6 menn dóu 1339. Landskjálfti svo mikill fyrir sunnan land að fénaði kastaði til jarðar svo að ónýttist. Hús féllu um Skeið og Flóa og Holtamannahrepp og víðast hið neðra milli Þjórsár og Eystri-Rangár. Fjöldi bæja féll til jarðar eða hús tók úr stað. Létust nokkur börn og gamalmenni. 1370. Landskjálfti svo mikili um Ölfus, að ofan féllu 12 bæir, en 6 menn fengu bana. 1391. Lajdskjálftar um Grímsnes, Flóa og Ölfus. Nokkrir bæir féllu alveg, en aðra skók niður að nokkru, rifnaði víða jörð. Létust nokkrir menn . 1546. Landskjálfti um fardaga, mestur í Ölfusi. Hús hrundu víða. Allt Hjallahverfi hrapaði. 1581. Mikill jarðskjálfti. Hröpuðu víða bæir á Rangárvöllum og 6 í Hvolhrepp og mannskaði varð þá víða. 1630. Jarðskjálftar þrír um veturinn. Hrundu margir bæir í Árnessýslu, fórust þar menn nokkrir og fénaður. Gerði og mikið tjón í Rangárvallasýslu. Urðu 6 menn undir húsum fyrir austan Þjórsá. 1671. Mikill landskjálfti í Grímsnesi og Ölfusi, hröpuðu hús víða. 1706. Miklir jarðskjálftar, hrundu 24 lögbýli u m Ölfus og utarlega í Flóa og margar hjáleigur. Hrundi staðurinn í Arnarbæli og 11 hjáleigur þar umhverfis. Viðir í húsum mölbrotnuðu og húsin veltust um, svo undirstöður veggjanna urðu efstar. Sumstaðar snerust hey um í heygörðum svo botninn stóð upp, en torfið niður. 1732. Landskjálfti svo mikill á Rangárvöllum. að spilltust nær 40 bæir þar og í Eystrihrepp, en 11 bæir hrundu í grunn . 1734. Afar harður landskjálfti í Árnessýslu. Hrundu þar 30 bæir, en 60-70 býli spilltust. 7 menn eða 8 dóu undir húsbrotunum og margt af nautpeningi. 1784. Í ágúst gengu um Suðurland einhverjir hinir mestu landskjálftar, sem komið hafa á Íslandi. Voru þeir harðastir í Árnessýslu, en einnig mjög skæðir í Rangárvallasýslu. Þeirra gætti og mjög við Faxaflóa. Margir urðu undir húsum í Árnessýslu og varð að grafa þá upp úr rústunum . Hlutu ýmsír meiðsl, en aðeins þrír týndu lífi, tveir í Árnessýslu og einn í Rangárvallasýslu. Í Árnessýslu féllu 69 bæir til grunna, 64 gjörspilltust, og alls urðu 372 bæir fyrir stórskaða. 1459 hús féllu algerlega. Í landskjálftum þessum féllu eða skemmdust öll hús í Skálholti, önnur en kirkjan. 1838. Jarðskjálftar í Árnessýslu, urðu harðastir á Eyrarbakka . Nokkrir menn meiddust. 1896. Miklir jarðskjálftar á Suðurlandi, urðu stórkostlegar skemmdir í Árness og Rangárvallasýslum. Fjöldi fólks meiddist og 2 hlutu bana. Samkvæmtskýrslum presta gjörféllu í Rangárvallasýslu 603 bæjarhús, 1507 skemmdust mikið, 1038 skemmd ust lítið, en aðeins 170 voru óskemmd með öllu. í Árnessýslu gjörféllu 706 bæjarhús, 1260 urðu fyrir miklumskemmdum , 1849 skemmdust lítið og 644 ekkert. Fjöldi peningshúsa féll einnig og skemmdist, þó allmiklu færri hlutfallslega en bæjarhús. Ölfusárbrúin varð fyrir miklum skemmdum. Þjórsárbrúin skemmdist einnig, en minna.
1912. Öflugur Jarðskjálfti sem átti upptök sín að rekja til Heklu enda var skjálftinn mestur á svæðinu í kringum eldfjallið og mældist 7.0M. Tjón af völdum skjálftans varð umtalsvert. 30 bæir hrundu frá Þjórsá og að Eyjafjöllum. Fólkið sem missti heimili sín átti erfitt uppdráttar og varð það að búa í útihúsum þar sem bæirnir voru óíbúðarhæfir. Eina mannfallið í skjálftanum varð þegar sperra féll á barn sem sat í örmum móður sinnar og lést það samstundis. Skjálftinn fannst vel á Eyrarbakka, sprunga kom í húsið Skjaldbreið og er hún þar enn. 2000 Tveir öflugir jarðskjálftar. Kom sá fyrri 17. júní og voru upptök hans austarlega í Holtum, en hinn síðari reið yfir 21. júní og átti upptök í Flóa, skammt sunnan Hestfjalls. Skemmdir urðu talsverðar á upptakasvæðum jarðskjálftanna. ,,Sérstaklega má nefna Hellu, en þar varð umtalsvert tjón í fyrri skjálftanum. Þar fyrir utan voru það sveitabæir og sumarhúsabyggðir sem urðu helst fyrir tjóni. 2008. Þann 29. maí kl. 15.46 tók jörð að skjálfa suðvestanlands, skjálftinn fannst reyndar alla leið norður til Akureyrar og vestur á Ísafjörð. Tvöfaldur Suðurlandsskjálfti upp á 6,3 á Richter skók jörðina samtímis og olli miklu tjóni á húseignum í Hveragerði, Ölfusi, Selfossi og Eyrarbakka en litlum sem engum slysum á fólki.
Þess er vert að geta í sambandi við skjálftahrinuna á Reykjanesi þessa dagana að árið 1926 þá um vorið og fram á haustið gekk yfir mikil skjálftahrina. Í oktober þ.á. gekk orðið svo mikið á að slökkva þurfti á Reykjanesvita sökum titrings sem ágerðist svo mjög að vitinn sprakk þvert yfir.
Heimild: Frjáls þjóð 1960, Veðurstofa Íslands, Lifandi Vísindi. islandia.is, Veðráttan.