13.05.2009 22:52

Vindasöm vika

Veðurklúbburinn AndvariFrá 7.-13.maí hefur vindhraðinn aðeins einu sinni farið undir 5 m/s á stöð 1395, en það var á miðnætti 9-10. maí en þá sneri vindátt úr hvassri norðanátt í hvassa suðaustanátt. Þá hlýnaði jafnframt úr 7° hádegishita í 11° hádegishita. Á þessu tímabili hafa vindhviður farið upp í 22 m/s eða sem jafngildir stormi, en vindur hefur verið að jafnaði 10-15 m/s sem verður að teljast óvenjulegt í svo langan tíma. Vonast menn nú til að sjá fyrir endann á þessari veðráttu, enda biðin orðin löng eftir reglulegu grillveðri, en allt bendir líka til þess að hægt verði að grilla á hverjum palli um komandi helgi.

Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26