12.05.2009 09:19

Krían er kominn

Krían kom í morgunKrían er kominn á Bakkann og er með fyrra fallinu að þessu sinni. Hún hefur  þá lagt að baki langt og strangt flug, jafnvel alveg frá Suðurheimsskautinu. Krían lifir aðalega á því sem er að hafa í sjó eða vatni, þá mest á sílum en einnig skordýrum. Undanfarin ár hefur hún búið við kreppu í sílastofninum og því átt örðugt með að koma upp ungum, auk þess sem hún hefur oft verið rænd eggjum sínum, sem hefur gert henni enn erfiðara með viðhald stofnsins sem hefur verið á undanhaldi hin síðustu ár, en vonandi gengur betur hjá Bakkakríunni í sumar.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28