14.04.2009 23:23

Merkum munum bjargað frá glötun

Skólahurðum bjargaðBrimið brá sér í smiðju þeirra bræðra Guðmundar og Gísla Kristjánssona á Eyrarbakka, en þeir bræður fundu fyrir nokkrum árum merkilega hurðasamstæðu í ruslagám bæjarins og þegar betur var að gáð reyndust hér komnar upprunalegu hurðirnar úr Barnaskólanum á Eyrarbakka, en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins sem kunnugt er. Núverandi skólahús var tekið í notkun árið 1913 og taldi þá tvær stofur auk gangs og baðklefa. Smiðirnir tóku á það ráð að gera hurðirnar upp og hafa nú fundið þeim nýjan stað í gömlu trésmiðjunni sem þeir bræður eru að breyta í íbúðarhús um þessar mundir. En þetta er ekki það eina sem þeir Guðmundur og Gisli hafa bjargað frá glötun, því í smiðju þeirra kennir ýmissa viða frá fornu fari og má sem dæmi nefna tvær fornar blakkir úr eik sem þeir fundu í fjörusandinum eftir hafrót mikið. Þeim þótti merkilegt hve vel þær hafa varðveist í sandinum enda alveg óskemdar. Telja þeir blakkirnar komnar úr skipinu Hertu sem strandaði við Eyrarbakka fyrir margt löngu.
Fornar blakkir úr eik

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28