09.03.2009 12:39

Framtíðarsýn Eyrbekkinga byggir á ferðaþjónustu.

BúðarstígurÁ íbúafundi sem haldinn var í Gónhól sl. Laugardag kom fram sterkur vilji til að byggja upp ferðaþjónustutengdann atvinnuveg. Hið gamla 19.aldar söguþorp er sú umgjörð sem er aðlaðandi fyrir ferðamenn auk ósnortinnar náttúru í nágreni þorpsinns. Hinn sérstæði skerjagarður, brimið og fjölskrúðugt fuglalíf ásamt einstaklega fallegri götumynd með gömlum húsum til beggja hliða er það aðdráttarafl sem unnt er að virkja ásamt minjasöfnunum og hinni miklu sögu og listsköpun sem byggðinni tengist. Rauða húsið og Gallery Gónhóll hafa nú þegar skapað sér traustan sess á Eyrarbakka sem hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn njóta í þessu sérstæða þorpi.

Til þess að styðja við þessa uppbyggingu og nýsköpun í atvinnumálum sveitarfélagsins þarf bæjarstjórn Árborgar að tryggja greiðan aðgang að opinberri þjónustu og upplýsingum fyrir heimamenn,sumardvalargesti og ferðafólk. Þá er nauðsynlegt að hefja þá göngustígagerð sem lofuð hafði verið fyrir síðustu kosningar nú þegar á þessu vori. Bæta þarf aðstöðu fyrir húsbílafólk á tjaldstæði og koma fyrir snyrtiaðstöðu á fleiri stöðum ásamt bekkjum og borðum. Til lengri tíma þarf að huga að holræsamálum svo hægt sé að nýta ávaxta fjörunnar og gera hana aðlaðandi.

Þá liggja tækifæri einkaaðila í að koma upp gistiaðstöðu, fræðslu og menningarsetrum í tengslum við söfnin, strandmenninguna og fuglafriðlandið. Þá eru hugmyndir uppi um að halda festival á komandi sumri sem byggir á að færa þorpið í búning þess tíma þegar þorpið var höfuðstaður menningar og viðskipta. Tækifærin liggja víða og vonir manna standa til þess að unnt verði að byggja upp gömlu vesturbúðirnar og bryggjurnar. Þá gætu klappaveiðar skapað sérstöðu sem aðdráttarafl fyrir stangveiðimenn, en slíkar veiðar voru talsvert stundaðar á árunum áður.

Það er ljóst að mikill hugur býr í Eyrbekkingum sem láta nú engann bilbug á sér finna þrátt fyrir kreppu og þrengingar í efnahagslífinu, enda hafa Bakkamenn marga fjöruna sopið í þeim efnum.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00