16.02.2009 17:17

Skjálftavirkni við Kaldaðarnes

Skjálftakort VÍNokkuð hefur borið á skjálftavirkni á Kaldaðarnessprungunni nú síðasta sólarhringinn og eru flestir kippirnir á bilinu 1-2 stig. Sterkasti kippurinn kom um kl.16:00 og var um 2,5 stig. Hann fannst vel á Bakkanum og hefur sennilega rifjast upp fyrir mörgum skjálftabylgjurnar síðasta sumar.

Þessi skjálftahrina hófst seint á laugardagskvöld norður og suður eftir sprungunni eins og sjá má á korti Veðurstofu Íslands  hér til hliðar.

Nokkur hreifing hefur verið á þessum slóðum allt frá stóraskjálftanum 29. maí á síðasta ári.

Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505451
Samtals gestir: 48699
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 14:30:10