03.02.2009 13:13
Athyglisverð nýsköpun í Hraungerði.
Feðgarnir Guðmundur Stefánsson og Jón Tryggvi Guðmundsson frá Hraungerði í Flóa standa í athyglisverðri nýsköpun í orkubúskap um þessar mundir. Það kom fram í sjónvarpsfréttum í gær að þeir feðgar framleiða metangas úr kúamykju og þykir mörgum athyglisvert að eitt kúabú geti framleitt eldsneyti fyrir 200 bíla. Búið getur verið sjálfu sér nægt um eldsneyti sem ætti að koma sér vel á þessum kreppu tímum.
Sjá nánar um gasstöðina heimasíðu Guðmundar.