12.01.2009 11:12
Þörungaeldsneyti
Fyrir skömmu fór í loftið frá Bush alþjóðflugvellinum í Houston í Texas í Bandríkjunum fyrsta farþegaþota heims af gerðinni Boeing 737-800 sem knúin er lífefnaeldsneytisblöndu sem búin er til með þörungum. þetta er annarrar kynslóðar eldsneyti sem unnið er úr endurnýjanlegum orkugjafa, sem hefur þann kost að hafa ekki áhrif á fæðuuppskeru eða vatnsnotkun eins og fyrri tilraunir með nýtingu á korni og öðrum lífmassa í eldsneytisgerð. Þörungana má nefnilega rækta í stórum stíl í stöðuvötnum eða jafnvel á sjó og þarf þá ekki að nota dýrmætt ræktunarland. Rannsóknir sem fram fóru með Boeing 747 þotum á Nýja Sjálandi sýna að hægt er að fljúga slíkum vélum á blöndu sem er að 50 hundraðshlutum lífefnaeldsneyti og venjulegt þotueldsneyti.
Það ætti ekki að vera erfitt fyrir Íslendinga að nýta sér þessa uppgötvun því viðast hvar með ströndum landsins vex mikið af þörungum og ekki síst út með ströndum Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þegar gengnar eru fjörur má stundum sjá olíuna hreinlega vella undan þarabúnkum sem brimaldan hefur skolað á land og því ekki ósennilegt að úr þanginu mætti vinna verðmætt elsneyti.
Sjá frétt: vb.is