02.01.2009 14:33
Á árinu 2009
Á þessu ári verða 230 ár liðin frá Öskudagsflóðinu, en þá tók af bæinn Salthól í Hraunshverfi.
Þann 9.janúar nk. verða liðinn 210 ár frá Bátsendaflóðinu svokallaða, en þá tók af bæina Hafliðakot og Salthól öðru sinni og byggðist hann ekki aftur upp frá því.
200 ár verða liðin síðan breska heskipið Talbot lagðist við festar á Eyrarbakka, en það átti eftir að hafa sögulegar afleiðingar.
150 ár síðan skonnortan Olaf Rye sem var í eigu Eyrarbakkaverslunar fórst við Njarðvík.
Fyrir 120 árum, eða þann 23-24 janúar 1889 gerði miklar leysingar og flæddi Ölfusá sem þá var öll ísi lögð yfir bakka sína við Brúnastaði og flaut hún niður allan vestur Flóan, Sandvíkur,Hraungerðis og Stokkseyrarhrepp og vesturhluta Gaulverjabæjarhrepps til sjávar.
Á þessu ári verður öld liðinn síðan lokið var við hleðslu sjóvarnargarða meðfram öllu landi Eyrarbakka en það var árið 1909. Sama ár tók ritsíminn til starfa á Eyrarbakka.
90 ár verða liðin frá því að bygging Litla Hrauns hófst, en þá var fyrirhugað að byggingin mundi hýsa sjúkrahús Suðurlands. Fyrir 80 árum eða 1929 var húsið tekið undir rekstur fangelsis.
í sumar verða 40 ár liðin frá því sérstök unglingavinna var tekin upp af Eyrarbakkahreppi.
20 ár verða liðinn síðan Kaupfélag Árnesinga hætti verslunarrekstri á Eyrarbakka.
Þann 29.maí nk. verður liðið 1 ár frá Suðurlandsskjálftum, en nokkur hús eiðilögðust þá á Bakkanum.