30.12.2008 08:48

Flugeldasýning Bjargar


Björgunarsveitin Björg hélt ágæta flugeldasýningu við bryggjuna í gærkvöldi, en sveitin hélt nýverið upp á 80 ára afmæli sitt. Björgunarsveitin Björg var stofnuð 21.desember 1928 fyrir tilstuðlan Jóns E Björgvinssonar erindreka SVFÍ. Fyrstu stjórn deildarinnar skipuðu þorleifur Guðmundsson fv.alþ.m. Jón Hegason skipstjóri og Jón Stefánsson. Áður hafði Bergsteinn Sveinsson í Brennu verið skipaður umboðsmaður SVFÍ á Eyrarbakka. Stofnfélagar urðu 116 talsins og voru orðnir 130 í lok ársins 1928, þetta var þá fjölmennasta sveitin fyrir utan Reykjavík.

Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna eru opnir í 4 daga á milli jóla og nýárs. Einnig er Þrettánda flugeldasala sunnudaginn 6. janúar 2009

Áramótabrenna verður fyrir vestan Nesbrú á gámlárskvöld að venju.

Flettingar í dag: 492
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505486
Samtals gestir: 48699
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 14:51:31