27.11.2008 13:18

Norðan bál

Það blæs víðar en í þjóðlífinu. Norðan hvassviðri er nú á Bakkanum 17-23 m/sek. Stormur er í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Líklega hægari í kvöld og nótt en áfram norðan garri fam yfir helgi segir veðurspáin.
Slæmt ferðaveður er á öllu norðanverðu landinu, ófært og stórhríð. Óveður er á Holtavörðuheiði og Vatnsskarð er ófært. Þæfingur og stórhríð er á Öxnadalsheiði. Víkurskarð og Hólasandur eru ófær, þar er stórhríð. Á sunnanverðum Vestfjörðum er ófært og stórhríð á Klettshálsi. Fjarðarheiðin er ófær og óveður er í Fagradal.

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07