21.10.2008 22:29

Bleik þau lýsa um grund

Blysför að kríunniÍ dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Sgurjóns Ólafssonar, myndhöggvara frá Eyrarbakka. Af því tilefni heiðruðu nemendur og kennarar í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri minningu listamannsins með 100 kyndla blysför frá Eyrabakkaskóla að listaverki Sigurjóns, Kríunni, sem stendur í Hraunprýði austan við Litla-Hraun.
 
Alþýðusamband Íslands reisti verkið í ársbyrjun 1981 til heiðurs Ragnari Jónssyni í Smára sem þakklætisvott fyrir listaverkagjöf hans til ASÍ. Ragnar Jónsson var frá Mundakoti á Eyrarbakka.

Flettingar í dag: 4767
Gestir í dag: 270
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448269
Samtals gestir: 46245
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:55:33