02.10.2008 22:58

Fyrstu snjóar falla.

SnjórKalt er það fannars lín sem færir nú allt á kaf. Það harðnar á dalnum og morgunverkin verða unninn með rúðusköfum og skóflum. Vetur konungur er genginn í garð og víst er að smáfólkið mun fagna komu hans og færa honum heilan her af snjókörlum og snjókerlingum.

Í fyrra féll fyrsti snjórinn á Eyrarbakka þann 28. oktober og árið þar á undan þann 8. nóvember. Veturkoma er því með fyrra fallinu nú, en eftir helgi er spáð rauðum tölum og rignigu þannig að ævintýri snjókarlanna verður ekki langt að sinni.

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381150
Samtals gestir: 43190
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:07:28