29.08.2008 08:59
Höfuðdagslægðin lætur móðann mása.
Það styrmir yfir suðurlandið því fyrsta haustlægðin ríður nú yfir með roki og rigningu á sjálfan höfuðdaginn. Kl. 08 í morgun var hann skollinn á með 20 m/s eða stormi á Bakkanum. Heldur var hann hvassari á Stórhöfða í nótt en þar var þá komið fárviðri eða 33 m/s sem er allnokkuð svona í lok sumars. Þetta er þó vonandi ekki fyrirboði um það sem koma skal, því þjóðtrúin segir að næstu þrjár vikur muni ríkja sama veður og á sjálfan höfuðdaginn. Veðurstofan spáir hinsvegar mun mildara veðri fram eftir næstu viku og það verður örugglega bara fínt haust á Bakkanum.