25.08.2008 13:58

Úps! Hæð yfir Azoreyjum

Haustið í fyrra eitt það blautasta.Fyrir okkur þýðir það vætutíð og lægðabunugang næstu daga. Við getum bráðum sagt bless við sumarið því framundan er kólnandi veður og haustið bíður handan við hornið. Hann var líka svalur í morgun, aðeins um 8°C og dumbungur í lofti. Lægðin "Jasmín" hringsólar um landið eins og hungraður gammur og sendir yfir okkur rigningargusur sem minna okkur á síðasliðið haust sem var eitt það blautasta sem menn muna. Þeir sem rækta kartöflur í görðum sínum geta þó glaðst yfir hverri nótt sem ekki frýs því nú munar um hvern dag fyrir kartöflurnar að vaxa.

Flettingar í dag: 1817
Gestir í dag: 240
Flettingar í gær: 686
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 380898
Samtals gestir: 43186
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 23:46:26