14.08.2008 20:43

Með hlandkoppinn að veði!

Partur af EyrarbakkaÁrið 1833 fékk Þorleifur ríki Kolbeinsson Stórahraun á Eyrarbakka til ábúðar og bjó þar til ársins 1841 en þá keypti hann Stóru Háeyri á Eyrarbakka með öllum hjáleigum þeim er jörðinni fylgdu og má segja að þá hafi Þorleifur eignast hálfan Bakkann.

Þorleifur hóf snemma að versla í smáum stíl meðfram búskapnum á Stóru Háeyri. þá var aðeins ein verslun á Eyrarbakka undir merkjum Lefolii og var hún sú stæðsta og víðfemasta á Íslandi en þó þraut þar ýmsar vörur að vetrinum til og fór Þorleifur nærri um það hvað einstökum vörutegundum leið og keypti hann því upp nægar byrgðir að haustinu til af vörutegundum þeim sem hann vissi að ganga mundu til þurðar í Eyrarbakkaverslun. þær vörur voru helst sykur, tópak, brennivín, eldspítur, kerti, álnavörur ýmiskonar, veiðarfæri, línur og lóðarönglar. Þessar vörur geymdi Þorleifur til vetrarins. Þegar leið að jólum og lengra á veturinn átti þorleifur nægar byrgðir handa sínum viðskiptamönnum og öðrum sem leituðu til hans um flest það sem þá vanhagaði um og var þá egi við aðra að metast um verðið.

Árið 1868 eða þar um bil hóf Einar Jónsson borgari verslun sína á Eyrarbakka og var Þorleifur í ráðum með honum og með þeim efldist verslun á Bakkanum en jafnframt var Lefolii verslun á þessum tíma ein besta verslun landsins og orðlögð fyrir hóflegt verðlag og príðis vörugæði. Fyrst um sinn versluðu þeir Þorleifur og Einar í smáum stíl með vörur sem þeir höfðu byrgt sig af frá Lefolii verslun og seldu svo að sjálfsögðu dýru verði þegar vöruskorts tók að gæta, enda sigldu vöruskipin einungis vor og haust til Eyrarbakka.

Það var háttur sumra Bakkamanna þegar þeir komu úr róðri að grípa vænan fisk úr hlut sínum og labba með upp í búð til þorleifs í skiptum fyrir pela af brennivíni. Brennivínspotturinn kostaði þá 32 aura, en engu skipti hversu stór fiskurinn var í þessum viðskiptum. Stundum lánaði Þorleifur brennivínspela gegn tryggu veði. Einn var sá maður sem hafði veð það að bjóða sem hann leysti undantekningalaust úr veðböndum að kveldi sama dags, en það var Jón gamli strompur, en þetta dýrmæta veð var næturgagnið hans.

Heimild: Útvarpsþáttur á RUV.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06