01.08.2008 21:50

Heyskapartíð

 
Heyskapur er enn stundaður á Eyrarbakka þó í minna mæli sé en forðum daga þegar hvert strá var slegið hvar sem það óx. Nú orðið eru það aðalega hestamenn sem hirða tún með nútíma heyskaparaðferðum sem felst í því að rúlla öllu upp og pakka í plast og til þess þarf aðeins einn mann og viðeigandi vélakost. Í gamla daga þurfti margt fólk í heyskapinn þegar slegið var með orf og ljá og heyinu rakað saman með hrífum af harðduglegu kvenfólki og safnað í sátur eftir að búið var að þurka það sem best eins og sjá má á þessari gömlu mynd hér að ofan. Síðan var heyinu ekið í hlöður sem nú til dags er algjör óþarfi.

Í Finnlandsferð fyrir skömmu rakst ég á gamla heyskaparaðferð þar í landi sem er nú hverfandi eins og annarsstaðar, en þar var heyið þurkað á stöng eins og sést á myndinni hér að neðan. Ekki veit ég hvort sú aðferð hafi nokkurn tíman verið reynd hér á landi.



Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06