29.06.2008 17:10

Fjöldi fólks sótti Bakkann heim.

Jónsmessubrenna
Í einn dag og eina nótt færist borgarbragur yfir friðsælt þorpið við sjóinn. Fáni Bakkamanna dreginn á hún og fólk kemur hvaðanæva til að hafa gaman á Jónsmessuhátíðinni. Líf færist í tuskurnar í gamla þorpinu því margt er um að vera og hvern viðburðinn rekur annann langt framm á kvöld sem nær hápunkti með Jónsmessubrennu, söng og gleði í fjöruborðinu. Svo er dansað fram undir morgun. Nú er kominn nýr dagur og gamla þorpið er aftur orðið jafn friðsælt sem fyrr.

Jónsmessumyndir.

Flettingar í dag: 940
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505934
Samtals gestir: 48708
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 21:03:12